föstudagur, 3. október 2003

Hvaða siðferði hefur þú?

MR-víííí dagurinn er í dag. Gaman að því. Þar mun MR keppa við west-low í ýmsum greinum. Sigur er viðbúinn. Það verða væntanlega fréttir um það á morgun eða hinn.

Hvaða fífli datt í hug að láta talsetja þáttinn Malcolm in The Middle? Ég horfi reyndar aldrei á það hvort sem er. En þvílík leiðindi. Steinn Ármann talar fyrir pabbann. Hann var miklu betri sem Keli köttur í Stundinni okkar. Ég held að hann ætti bara að halda sig við það. Annars liggur leiðin bara beint niður á við hjá honum.