MR-ví dagur og ræðukeppni
MR vann vesló þriðja árið í röð á MR-ví deginum. Sjaldan hefur munurinn verið meiri en núna. Þetta var burst. Í Hljómskálagarðinum var mexíkanahlaup og langhlaup og hitt og þetta.Ræðukeppnin í verstló vannst um kvöldið en það var tæpt. Munaði 16 stigum á liðunum sem var nokkuð undarlegt miðað við hvernig keppnin var. Af verslingum bar Björn Bragi af að mínu mati. Einn keppandi versló bar líka af í lélegri ræðumennsku, Hildur frummælandi þeirra. Báðar ræðurnar hennar voru svona "Ha?Loftbor?"-ræður eins og Stefán Pálsson talaði um á ræðunámskeiðinu um daginn. En það eru ræður sem ná engan veginn að fanga athygli áhorfenda og athygli þeirra fer að beinast að einhverju allt öðru. Henni tókst frekar illa að halda áhorfendum við efnið og þrátt fyrir að enginn væri með loftbor fyrir utan húsið fór ég óneitanlega samt að hugsa "Ha?Loftbor?". Það voru svona einn til tveir ágætis punktar í hvorri ræðu hjá henni en ekkert meira. Hjá MR-liðinu voru menn jafnari en vil ég þó nefna að Ásgeir Pétur kom mér á óvart og var betri en ég bjóst við. Hilmir var líka nokkuð góður og Frikki stóð sig vel sem liðsstjóri. Jói var ræðumaður kvöldsins og vel að því kominn.
Klappliðsfólk verslinga veifaði rauðum spjöldum að okkar klappliði og setti einhverja viðvörunarbjöllu í gang um leið og endurtók það nokkrum sinnum. Það fannst mér ósköp smánarlegt.
Ekki má gleyma því að sýndar voru MR-ví-myndir skólanna. Myndin frá versló var lélegasta og metnaðarlausasta MR-VÍ mynd sem ég hef séð. Algjört bull. Myndin frá MR byrjaði illa en skánaði svo þegar á leið og var bara nokkuð fín þegar upp var staðið.
MR-ví sigur þriðja árið í röð og það þýðir bikar til eignar sem er mjög gott.
|