föstudagur, 10. október 2003

Brjótum það sem brotnar, skiptir engu hvað það er!

200.000 Naglbítar héldu útgáfutónleika á Nasa í gærkvöldi og kíkti ég á herlegheitin. Þeir ollu smá vonbrigðum. Öll lögin á nýrri plötu, Hjartagull, voru spiluð. Inn á milli slæddust nokkuð þéttir slagarar. Upphaf tónleikanna og endir var það besta. Þar á milli var hálfgert miðjumoð. Titillagið, Hjartagull, er til dæmis ekki alveg að dansa. En lög á borð við "Láttu mig vera" og "Sól gleypir sæ" eru nokkuð öflug. Svo tóku þeir bestu gömlu lögin "Stopp nr. 7" og "Brjótum það sem brotnar" og það síðarnefnda var hápunktur tónleikanna, enda lokalagið. En eins og ég segi, smá vonbrigði.
Einkunn: þrjár og hálf stjarna af fimm