fimmtudagur, 29. september 2005

Dómgæsla

Liverpool fengu ekki tvö víti sem þeir áttu augljóslega að fá í leiknum í gær. Annað var fyrir það þegar hinn ljóti og leiðinlegi Didier Drogba sparkaði niður Sami Hyypia rétt við Chelsea markið. Hitt var þegar einn hálfvitinn í Chelsea sló boltann með hendinni viljandi inni í eigin teig til að verjast því að hann bærist til Cissé. Ég lýsi frati á svona dómgæslu.

Á sunnudaginn mætir Liverpool aftur þessu skítapakki, leiðinlegasta liði Englands í dag með liðinlegustu stuðningsmenn dagsins í dag. Þá á ég ekki við alla, sumir eru örugglega ágætisgaurar en sem heild er þetta skítapakk. Mourinho er auk þess ótrúlegur asni.