mánudagur, 26. september 2005

Subbutexti

Fyrir 2-3 vikum sá ég smávegis af Megasartónleikum á Grand Rokk. Sumir textarnir hans eru sérdeilis subbulegir eins og textinn við lagið Ragnheiður biskupsdóttir. Sá texti vakti mikla reiði margra í samfélaginu enda fjallað um raunverulegt fólk. Mörgum þótti fullyrðingar um þetta fólk í textanum í meira lagi vafasamar. Þetta var á þeim árum þegar Megas var gjarnan með lepp fyrir öðru auganu og á bólakafi í brennivíninu. Textinn umdeildi er svona:

Ragnheiður biskupsdóttir brókar var með sótt
og beiddi þegar Daði mælti á latínu.
Hann kenndi henni sitthvað til gamans og til gagns
og gjörðist snemma þaulkunnugur gatinu.

Í skammdeginu vildi henda að villtust bestu menn
og var oft fyrir kvenlíkami í rúminu.
En milli draums og veru þeir vissu óglögg skil
og voru síst að pæla í þeim í húminu.

Og hún Ragnheiður hún fæddi einn dag hann Daðason,
menn dylgjuðu, menn báru hana út, menn hæddu hana.
En hlýðið góðir drengir, það er hlálegt en þó satt,
það var helvítið hann Brynjólfur sem sæddi hana.