fimmtudagur, 1. september 2005

Þjónustulund

Í Portimao var þjónustulund ekki gríðarleg. Einn daginn héldum ég, nafni og Móa á bar í aðalgötunni fyrir kvöldmat. Barinn var tómur og það var ekki að ástæðulausu. Pantaðir voru þrír kokteilar. Barþjóninn lagaði þá og kom síðan með þá á borðið. Smökkuðum við á kokteilunum og nema hvað, þetta voru ekki kokteilar, bragðaðist frekar eins og hreinn vodki. Þá gerðum við athugasemd: "Sorry, this is way too strong" Barþjónn: "That's how we make it here". Við vorum ekki alveg tilbúin að samþykkja slíka skýringu en þá varð barþjóninn öskureiður, hrifsaði drykkina til sín og sagði: "FUCK OFF! You people from France, yeah, I know you people. Don't ever come again and don´t tell your friends about this place!FUCK YOU!" Við höfðum nú reyndar ákveðið að fara ekki oftar á þennan stað en það var hugulsamt af manninum að nefna það við okkur líka. Hann var líka mikill mannþekkjari að halda að við værum Frakkar. Hann var líka klókur bisnissmaður að segja okkur að láta vini okkar ekki vita af staðnum.

Það var þá ástæða fyrir því að þetta var tómasti barinn í aðalgötunni.