sunnudagur, 25. september 2005

Misgóður bjór

Ég hef komist að því að bjór er misgóður. Um daginn fékk ég danskan Thor bjór í partýi og hann var þrælfínn þá. Síðan þegar ég drakk þessa sömu bjórtegund í gær var hún beinlínis vond. Kenningin er víst sú að þetta fari eftir því hvað menn borða á undan. Þegar Thor bjórinn var ógeðslegur þarna í gær hafði ég borðað fullt af gulrótum áður (hver kannast ekki við það að borða fullt af gulrótum og fara síðan í partý?).

En í kvöld ákvað ég að fá mér tvo litla Thor í dósum og viti menn, hann var svona fjári góður. Það sem ég borðaði á undan í þetta skiptið var glóðasteiktur Quiznos bátur. Bátinn fékk ég frían sökum þess að Bandýmannafélagið Viktor vann Íslandsmeistaramótið í bandý nú síðdegis. Verðlaunin voru sumsé máltíð á Quiznos, bikar, Powerade og verðlaunapeningar.

Óvéfengjanleg niðurstaða: Bjór og gulrætur eiga illa saman.

Eitthvað segir mér að ég eigi að vera að læra.