miðvikudagur, 7. september 2005

Spjallað við meistara

Bekkjarbróðir minn hitti meistara Megas í dag. Hafði Megas nokkrar athugasemdir fram að færa. Gallinn var sá að bekkjarbróðir minn skildi lítið af spjalli meistarans. Það breytti ekki því að hann samsinnti athugasemdunum öllum. Vart þarf að taka fram að ein af óskrifuðum reglum alheimsins er sú að meistari Megas hefur ávallt rétt fyrir sér.