mánudagur, 5. september 2005

Fögur tala

Það gekk nú svo langt að áðan þegar ég leit inn á blessadurkarlinn.blogspot.com hélt ég ekki vatni af hrifningu. Ástæðan var óvenju fögur tala á teljaranum neðst á síðunni.

Þetta var talan 41414 sem vakti gríðarlega hrifningu mína og hef ég nú tekið ástfóstri við hana. Symmetría og útgeislun tölunnar eru með ólíkindum. Fyrir fróðleiksfúsa má geta þess að þversumma tölunnar er 14, sem er að vísu þó nokkuð síðri tala.