sunnudagur, 4. september 2005

Mexíkanar

Fjölmiðlamenn eru duglegir að koma vitleysum inn í málið. Ég held að Bjarni Fel hafi verið fyrstur manna til að segja ?Mexíkóar?. Það er mjög vafasamt og þetta er orðskrípi og ekkert annað. Þetta orð yfir Mexíkana hefur þó náð að grafa sig inn í málið. Máttur fjölmiðla er of mikill. Ef orðunum tveimur er flett upp á Google fást 100 niðurstöður fyrir ?Mexíkóar? en bara 61 fyrir Mexíkanar.