laugardagur, 3. september 2005

Köttur, klukka, hreindýr, svín og endur...fyrir löngu

Hver kannast ekki við lagið? Frábært lag. Í gær var ólgandi partý og síðan kaupstaðarferð. Kaupstaðarlykt lá í loftinu. Óvanalega hressandi kaupstaðarferð enda hittu menn marga meistara. Romm og kók var sötrað vegna þess að bjór er vondur og það sama má segja um hvítvín. Banna skyldi bjór líkt og forðum. Einnig mætti banna reykingar.

En þetta var ekki það sem ég ætlaði að nefna. Ég ætlaði að nefna pottaplöntur. Ég man aldrei eftir að vökva pottaplönturnar nema þegar ég sé að þær eru komnar með hangandi haus og farnar að gulna mikið. Að vísu er þetta með vilja gert. Það verður að herða þær. Ef þær geta ekki látið rakann í andrúmsloftinu og moldina nægja sem næringu, þá drepast þær. Ég er að reyna að koma inn hjá þeim þeirri augljósu staðreynd að þeir hæfustu komast af. Þær munu skilja það áður en yfir lýkur. Aumingi.