miðvikudagur, 9. apríl 2003

Óþolandi

Tvennt sem ég sá í sjónvarpi í kvöld var óþolandi. Áðan stillti ég á Popptíví og þar voru einhverir hnakkar úr versló að syngja "Ameríka er yndisleg". Svo var auglýsing fyrir einhverja bíómynd: "Drew Barrymore og Ben Stiller í svölustu mynd ársins" Þetta segja þeir um aðra hverja mynd að minnsta kosti. Þegar ég sé svona langar mig að taka sjónverpið og henda því út í næsta ruslagám. En það yrði líklega ekki vinsælt hjá öðrum í fjölskyldunni.