Páskafríið tekið saman
Oft er gott að líta yfir farinn veg. Í dag er síðasti dagur páskafrísins. Ég hef ekki verið mikið að læra í þessu fríi. Ég hef bara verið í bullinu. Jú, ég er reyndar aðeins búinn að læra í stærðfræði, veitir ekki af. Svo er ég búinn að lesa fjóra kafla í Egilssögu. En enn er von og í dag ætla ég að taka aldeilis á því í lestrinum. Svo er maður bara að skella sér í aukatíma í stærðfræði á eftir þannig að það er alveg blússandi!...
Aðrar skemmtilegar staðreyndir: Ég át ógeðfelldan kalkún í páskamatinn sem var þurrari en Sahara eyðimörkin. Hins vegar prófaði ég að setja kalkún í samloku ásamt skinku og osti. Svo grillaði ég þetta í samlokugrilli og bragðaðist bara glimrandi vel. Gott ef ég setti ekki síðan tómatsósu á allt heila klabbið.
Já, nú er klukkan 14:15 og ég hef enn nokkra klukkutíma til að læra. Ég er að hugsa um að drífa bara í því núna. Það er alveg gefið.
þriðjudagur, 22. apríl 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|