Ostur er veislukostur og svo er skyr líka gott
Þessi grein fjallar ekki um ost eða skyr. Hún fjallar um kosningarnar því skólinn hefur verið gegnsýrður af kosningabaráttu í vikunni. Í dag var gefið enn meira nammi en í gær og toppnum var væntanlega náð. Sumir slepptu namminu og Ásgeir sem býður sig í Scribu gaf penna og Dagur í quaestor gaf banana, sem var mun frumlegra en allt nammið. Mér dettur ekkert í hug að skrifa um núna en kosningar enda er ég gegnsýrður af þessu eins og skólinn. Ég er a.m.k búinn að ákveða hverja ég ætla að kjósa nema þá helst í íþróttaráð, þar er ég í vafa. Í gær var kosningafundur og þar var illa mætt. Margir frambjóðendur voru með ágætisræður. Sumir frambjóðendur mættu ekki sem er lélegt jafnvel þótt þeir hafi í sumum tilfellum verið sjálfkjörnir.
fimmtudagur, 3. apríl 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|