föstudagur, 25. apríl 2003

Strætó alveg að missa það

Strætó bs. hafa eitthvað misskilið það þegar viðskiptavinirnir hafa kvartað undan slælegri þjónustu. Þeir hafa nú komið fyrir bókum sem eru haganlega festar við sætin með járnvír. Með þessu vilja þeir auka þjónustuna. Ég get ekk séð að svo verði. Áðan sá ég reyndar dreng sem sleit bókina bara af vírnum og hafði hana með sér út. Með þessari nýbreytni getur fólk lesið í strætó. Þetta eru hinar ýmsu bækur: Myndasögusyrpur og ýmsar skáldsögur og barnabækur. Tökum dæmi af manni sem kemur í strætó að morgni og finnur sæti með einhverri álitlegri bók og fer svo að lesa. Hann nær hugsanlega að lesa tvo til þrjá kafla á leið sinni með vagninum. Svo næsta morgunn ætlar hann að halda áfram að lesa bókina en þegar hann kemur inn í vagninn sér hann að einhver gömul kerling hefur sest í sætið og er farin að grúska í hans bók eins og hún fái borgað fyrir það. Þá er hann tilneyddur til að skalla kerlingarfjandann og hrifsa af henni bókina svo hann geti haldið áfram að lesa þar sem frá var horfið.

Svo verður fólk eflaust farið að rífa blöð úr bókunum til að snýta sér og þess háttar.

Af þessu má sjá að þessi nýjung hjá Strætó er alls ekki til batnaðar og leiðir bara af sér ofbeldisverk og annann ósóma.