mánudagur, 28. apríl 2003

Munnlegt frönskupróf

Ég fór í munnlegt frönskupróf í dag. Það var ósköp létt og ég rúllaði því bara upp í ermina. Það gekk þannig fyrir sig að við drógum miða og lásum svo upp úr bókinni af bls. sem skrifuð var á miðann. Ég fékk mjög léttan texta, svo léttan að kennarinn ákvað að hætta með þann texta. Svo átti að svara spurningum úr textanum og var það létt verk og löðurmannlegt. En þrátt fyrir að þetta próf hafi verið létt verður ólesið vorpróf í stærðfræði eflaust svaðalega erfitt.

Danskt orð dagsins er røvrille sem þýðir á íslensku rassskora. Þetta er fengið úr Íslensk-Danskri orðabók frá Ísafold.