miðvikudagur, 30. apríl 2003

Sísí fríkar út

Kennslu er nú lokið og vorpróf eru það sem við tekur. Sísí fríkar út. Ég fékk námseinkunnir í dag. Ég fékk ekki nema 3 í ólesinni stæ. sem er augljóslega óviðunandi. Svo fékk ég fjóra í efnafræðinni. Ussusususususususususus. En ég var eitthvað hærri í öllu hinu.

Ég var að fá tvær bekkjarmyndir sem Pajdakinn lét mér í té, eina af tíunda bekknum sem ég var í og eina af bekknum mínum á síðasta skólaári, 3.E. Ég klikkaði á því að fá þessar myndir þegar þær komu. Ég var svo að redda þeim núna. Já, það er um að gera að vera snemma í þessu. En ég þarf eiga þessar bekkjarmyndir. Það verður örugglega gaman að skoða þær á elliheimilinu. Þá get ég bent á einhvern og sagt: "Hvaða bölvaður aumingi er þetta?" Svo kíki ég á nafnalistann sem fylgir og sé:" 2.röð nr.5 frá hægri:Guðmundur Friðrik". "Hvur andsk., þetta er ég." Og svo hendi ég bekkjarmyndinni í arininn. Nei nei. Þegar ég skoðaði tíundabekkjarmyndina sá ég að ég hef breyst. Andlitið á mér þá var meira í líkingu við ungbarnsrass, en ekki þó jafn líkt ungbarnsrassi og það var á fermingarmyndinni. Uss. Minnstu ekki á það ógrátandi. En nú mun ég skanna þessar myndir og prenta þær út. Þá hef ég eitthvað að gera á ellihimilinu: Ég get skoðað gamlar bekkjarmyndir og maulað konfekt á meðan með fölsku tönnunum. Aldeilis munaður, það.

Danskt orðasamband dagsins er tyk hårtop sem þýðir lurgur á íslensku. Og þess má til gamans geta að að taka í lurginn á einhverjum er á dönsku at give en en overhaling. Þetta er fengið úr Íslensk-danskri orðabók frá Ísafold.