miðvikudagur, 16. apríl 2003

Sumarvinna

Það er alveg ferlegt hvað gengur alla tíð illa að fá vinnu á sumrin. Ég sótti um á þremur stöðum, hjá kirkjugörðunum, Landsvirkjun og svo þetta venjulega: bæjarvinnuna. Ég er búinn að fá nei frá Landsvirkjun. Svo fékk ég svar frá kirkjugörðunum. Þar var ég settur á biðlista. Þannig að bæjarvinnan er eiginlega það sem getur reddað þessu. Ég fékk ekki einu sinni vinnu þar í fyrra fyrr en um miðjan júní. Þá var atvinnuástand ungmenna svo slæmt að borgin gaf aukafjárveitingu og ég vann í u.þ.b. tvo mánuði átta tíma á dag. Svo stóð í Mogganum að atvuinnuástandið væri verst fyrir aldurshópinn 17-20 ára. Þetta lítur ekkert of vel út.