föstudagur, 25. apríl 2003

Óskapnaður

Það hefur eitthvað verið að angra mig í hálsinum síðustu daga. Vonandi er ég ekki kominn með HABL- lungnabólguna. Það er nú meiri hryllingurinn. Það eru víst einhverjir búnir að smitast í Bretlandi og Frakklandi. Bara vonandi að það takist að stöðva þetta áður en þetta leggur gjörvallan heiminn að velli.