Nokkrir góðir mánuðir án klippingar
Það eru núna komnir rúmir þrír mánuðir síðan ég fór síðast í klippingu en þá lét ég einmitt snoða mig. Ansi góður árangur. En ég keppi ekki við Pjakkinn í löngum tíma milli klippinga. Hann fór ekkert í klippingu í heilt ár og vel það. Pabbi nefndi við mig um daginn að ég þyrfti nú að fara að drífa mig í klippingu, þetta væri ekki hægt og samt kemst ég ekki með tærnar þar sem Pjakkurinn hefur hælana í faxi.Snoðun? Hanakambur? Hárkolla? Afró? Sítt að aftan? Beckham klipping (aldrei)?
Spurning hvað maður á að taka.
Ég skellti mér á Ísland-Pólland í handbolta í gær í Kaplakrika en Björn Friðrik frændi var með boðsmiða sem hann lét mér í té. Leikurinn byrjaði rólega og leiðinlega en hresstist svo. Íslendingar unnu. Skemmtilegast var þegar Pólverjarnir ætluðu að taka Óla Stefáns úr umferð og létu mesta tittinn í liðinu sínu fara út á móti honum.
Helgi Hós í bíó verður að bíða betri tíma.
|