101 Reykjavík og Spaugstofan
Ég horfði á 101 Reykjavík á sunnudaginn í annað skipti. Ég er ekki frá því að það sé næstbesta íslenska kvikmynd sem gerð hefur verið. Góðar vangaveltur hjá aðalpersónunni.***
Það virðist vera í tísku að segja að Spaugstofan sé ömurleg. Samt held ég að það sé ennþá sá þáttur sem flestir horfa á skv. könnunum. Mér fannst Spaugstofumenn koma mjög ferskir inn með tvo fyrstu þætti sína þennan veturinn. Síðan er eins og allt hafi bara fjarað út. Síðasti þáttur var t.d. alveg glataður. Það voru tvö, þrjú atriði með ágætis ádeilu en ég hló ekki í eitt einasta skipti að þessum þætti. Það er eins og þeir séu bara alveg útbrunnir, grey karlarnir. Þeir hafa oft sýnt það að þeir geta gert gott grín. Þessi karlakórsatriði þeirra hafa alltaf verið hundleiðinleg og svo eru þessi nýju læknastofuatriði alltaf alveg drulluslöpp. Svo ekki sé minnst á gaurinn sem kemur alltaf í öryggismyndavélar og talar um samsæri hér og þar. En ekki er allt slæmt. Ég hló til dæmis að því um daginn þegar Dabbi kóngur, Halldór Ásgrímsson og Björn Bjarna komu eins og hálfvitar baulandi Muuu! eins og í mjólkurauglýsingunni og síðan kom "mu-mu-mu-mundu ekki eftir kosningaloforðunum!". Það var þokkalegt. En þegar á heildina er litið er þátturinn slappur. Þeir piltar ættu að fara að rífa sig upp á rassgatinu og gera eitthvað almennilegt og hætta í meðalmennsku og leiðindum sem þeir hafa færst í á síðari árum.
|