Forsýning á Finding Nemo
Áðan fór ég í Háskólabíó á teiknimyndina Leitin að Núma eða Finding Nemo. Var þetta liður í Megaviku Framtíðarinnar og kostaði 500 kall. Þetta var mjög skemmtileg mynd. Mönsaði ég á poppi yfir henni. Sérstaklega gaman að 150 ára gamalli skjaldböku í myndinni sem leit út fyrir að hafa reykt hass í 100 ár að minnsta kosti. Skemmtileg hugdetta, 150 ára hassskjaldbaka. Líka gaman að mávum í myndinni. Segi ekki meir.Einkunn: Fjórar stjörnur af fimm mögulegum
|