miðvikudagur, 26. nóvember 2003

Hungrið sækir að

Ég var rosalega svangur áðan. Ég opnaði ísskápinn. Þar var að finna risastóran, hálfan lauk í skál, tvo eða þrjá ostenda, feta-ost í krukku, grænt fóður í poka og fullt af döllum með afgöngum sem enginn kunni skil á. Ég var þá ekkert svo svangur eftir allt saman.