laugardagur, 22. nóvember 2003

Rauðhært fólk í útrýmingarhættu!

Nú voru vísindamenn að gera uppgötvun og það enga smá uppgötvun; rauðhært fólk er í útrýmingarhættu! Það stóð í Fréttablaðinu í dag. Það verður að grípa til aðgerða til að vernda rauðhærðu tegundina, ekki má hún deyja út eins og geirfuglinn. Það ætti að búa til rauðhærðranýlendur og láta rauðhærða kynstofninn fjölga sér rækilega, svo hann geti tekið yfir heiminn að lokum. Rauðhærðir geta ekki setið undir slíku. Allir rauðhærðir sameinist og nái alheimsvöldum. Það er verðugt markmið.

Þess má til gamans geta að ég er ekki rauðhærður svo mín tegund er ekki í útrýmingarhættu.

Gaman að því hvað vísindamenn eru oft að rannsaka mekilega hluti og gera merkilegar uppgötvanir. Ég sá um daginn að nýjar rannsóknir sýna að einn kakóbolli á dag er hollur því hann inniheldur svo mikið af andoxunarefnum. Já, já.