Dyraprangarar og sölumenn
Dyraprangarar er svona lið sem labbar í hús og reynir að selja fólki eitthvað. Þegar jól nálgast fyllist allt af dyrapröngurum, þeir vakna úr dvala. Allt í einu vantar alla pening "Við erum að selja jólakort til styrktar ABC hjálparstarfi", "Fallegir skrautmunir til styrktar Krabbameinsfélaginu", "Ég er hérna frá körfuknattleiksdeild ÍR, við erum að safna fyrir...." "Við erum að selja smákökur til styrktar kvenfélaginu Málfríður". Í guðanna bænum. Það er voðalega vinsælt að senda krakka í svona. Skipuleggjendur safnananna kunna öll brögðin, senda krakkana því fólk á erfiðara með að segja nei við þá. Svo koma þessir safnarar voðalega oft á kvöldmatartíma. Ég man þegar ég var yngri og þurfti að safna fyrir fótboltann, mér var alltaf illa við að fara svona í hús og selja fólki eitthvað drasl. Það eru svo mikil leiðindi, að angra fólk til að reyna að pranga einhverju drasli inn á það.Það kemur nú samt fyrir að safnanir séu styrktar á mínu heimili.
Símaprangarar fara líka allir á stjá um jólaleytið til að bæta gráu ofan á svart.
|