fimmtudagur, 6. nóvember 2003

Sjónvarpslæknirinn Dr Phil

Rosalegur þessi Dr. Phil á SkjáEinum. Ég var að sjá þátt hans í fyrsta skipti í gær. Þetta er einhver læknasálfræðiþáttur þar sem doktorinn fær geðsjúklinga í heimsókn. Þeir eru ekki kallaðir geðsjúklingar í þættinum en eru það þó. Í gær kom akfeit blökkukerling sem þorði ekki út af heimilinu af ótta við dauðann. "AFRAID OF DEATH-PHOBIA". Hún sagði að þegar hún gengi niður götur væri hún heltekin af ótta við að fá píanó í hausinn og deyja. Svo var hvít kerling sem vissi alltaf að þetta væri hennar síðasta þegar hún var úti að keyra. "We´re all gonna die" var tilfinningin sem hún fékk í hvert sinn sem hún keyrði eða var farþegi í bíl eins og hún orðaði það. "DRIVING PHOBIA". Svo var það kerlingin með óstjórnlega flughræðslu. Alltaf þegar hún fór í flug skraufþornaði hún í munninum og hélt að vélin mundi hrapa. Dr. Phil gerði nú bara grín að þessu fólki enda ástæða til. Svo kom hann með einhvers konar sálfræðigreiningu og góð ráð handa því. Þegar þátturinn var búinn fékk ég skyndilega sjónvarpsfóbíu, þornaði allur upp og skrapp saman og tók síðan sjónvarpið og henti því út í næsta ruslagám.

Dauðafóbía, akstursfóbía...hvað er þetta lið annað en geðsjúklingar? Ég var reyndar sjálfur með sprautufóbíu þegar ég var yngri og það leið alltaf næstum því yfir mig eftir bólusetningar og þess háttar. En ég sigraðist á minni fóbíu. Hann Dr. Phil reddaði því. Hann bara smellti fingrum og ég læknaðist. Nei, en ég hef þó aldrei haft akstursfóbíu. Feitu heimsku kanar.