laugardagur, 1. nóvember 2003

Góð mynd í Ríkissjónvarpinu

Það gerist nánast aldrei að maður góni á bíómynd sem sýnd er í Ríkissjónvarpinu og það á laugardagskvöldi. Það gerði ég samt núna. Horfði á K-PAX. Það er frábær mynd sem óhætt er að mæla með. Vekur til umhugsunar. Svo er hún mjög vel leikin. Kevin Spacey og Jeff Bridges fara kostum. Söguþráðurinn er mjög vandaður og vel útfærður. Um að gera að kíkja á þetta ef fólk er ekki búið að því nú þegar.

Ég breytti aðeins bakgrunninum þannig að minna þarf að skrolla en áður (tók út dálkinn hægra megin).