þriðjudagur, 11. nóvember 2003

DV og Norðurljós

Hvaða vitleysa er þetta að endurreisa DV? Það liggur alveg ljóst fyrir að það er ekki pláss fyrir þrjú dagblöð á Íslandi. Hver á að kaupa þetta? Amma? Nei. Eiga nýir ritstjórar að lokka nógu marga nýja áskrifendur að blaðinu til þess að það gangi? Af hverju fór DV á hausinn? Vegna þess að það var orðið algjört rusl og tætaramatur. DV var á svipuðu verði og Mogginn en miklu þynnra og innihaldsminna. Auðvitað verður slíkt blað undir í samkeppni. Hið endurreista DV mun kosta tæpar 2000 krónur á mánuði. Sjáum til hvort það gengur.

Svo er það Norðurljós. Það hlaut að koma að því að lánadrottnar þeirra misstu þolinmæðina. Fyrirtækið gæti endað í gjaldþrotaskiptum fyrir áramót. Það hefur gengið árum saman á allskonar bókhaldsfixi. Keyptu enska boltann líklega án þess að hafa innistæðu fyrir honum. Svo núna þegar allt er að koma í ljós varðandi Norðurljós ákváðu þeir að skella nýrri stöð í loftið, Stöð 3. Ber það glögg merki um óráðsíu í fjármálum þegar þörf var á aðhaldi. Norðurljós er fyrirtæki sem á skilið að fara á hausinn. Þó er ekki loku fyrir það skotið að nýir eigendur taki við Norðurljósum. Ef nýir eigendur taka við og koma rekstrinum á skikkanlegt form er hugsanlegt að dæmið gangi upp.