Stofnfundur diffurfélagsins Fasta
Diffurfélagið Fasti hélt stofnfund sinn á föstudaginn á heimili Ásgeirs Birkissonar. Þar voru mættir Ásgeir, Darri, Grettir, Villi Alvar, Tomasz, Henriqe og svo mætti ég líka. Vonbrigði fundarins voru að heiðursforsetinn sjálfur, Höskuldur diffurmeistari, mætti ekki. Það sem ég lærði á þessum fyrsta fundi var að það er bannað að diffra fasta. Reglur diffurfélagsins voru samdar og ritaðar á fundinum þegar menn höfðu drukkið næglegt magn af öli. Mig minnir að ein reglan hafi fjallað um að engir máladeildarþursar væru leyfðir í félaginu. En margar reglurnar voru mjög skemmtilegar. Írskir drykkjusöngvar voru í hávegum hafðir og einhverjir spiluðu Catan. Uss.Svo var bjórkvöld MH á la Café. Ýmsir voru hressir. Já, hvað þykist þessi trúbador sem spilar í Austurstræti um hverja helgi vera? Hann spilar næstum alltaf sama lagið og ég held að hann kunni bara eina línu í því lagi. Við höfum nokkrum sinnum beðið hann að spila einhver önnur lög, eitthvað með Megasi eða einhverja aðra þekkta gítarslagara en hann reynir alltaf bara að snúa því upp í grín "Ha? Það kostar að minnsta kosti 35 þúsund kall". Alveg svakalegur, karlinn.
Í gær var síðan bjórkvöld MR í Hafnarfirði og þar var ekki alveg nógu góð stemning. Hefði mátt vera betra. En maður spyr sig; má þetta?
|