sunnudagur, 30. nóvember 2003

Tilmæli til Sjónvarpsins

Ég beini þessum tilmælum til Sjónvarpsins:
Hættið að sýna Spaugstofuna. Hættið að sýna þátt Gísla Marteins eða fáið nýjan umsjónarmann.

Það vill svo til að þessir tveir grátlegu þættir mældust þeir áhorfshæstu í nýjustu fjölmiðlakönnun Gallup. Ég held að ástæðan fyrir áhorfinu á Spaugstofuna sé sú að fólk sest niður við skjáinn að horfa á hana af gömlum vana, ekki er það vegna þess að hún sé skemmtileg eða frumleg á nokkurn hátt. Þetta er orðinn algjör hryllingur á að horfa, allt er fyrirsjáanlegt og ófrumlegt sem þeir gera. Hér með er ég hættur að horfa á þáttinn þrátt fyrir að það sé gamall vani.