mánudagur, 17. nóvember 2003

Leiðrétting

Það var misskilningur að bannað væri að diffra fasta eins og sagði í færslu hér frá 15. nóvember 2004. Darri mun hins vegar hafa fullyrt að bannað væri að diffra fasta einhvern tímann og það er ástæða þess að hann átti að verða lukkudýr félagsins og fá bol með setningunni "Það er bannað að diffra fasta". Diffrun er grafalvarlegt mál og harma ég þessi mistök. Það skal því vera ljóst hér eftir að öllum er heimilt að diffra fasta.
***
Í dag skrópaði ég í tíma til að spila Catan landnemaspilið. Annað skróp mitt það sem af er skólaárinu. "Þetta gengur ekki, Guðmundur minn!" segir amma og hlær hrossahlátri.
***
Sólbjartskeppni áðan þar sem 5.X mætti 4.S. Ég var tímavörður. 5.X marði sigur í keppni þar sem rúm 80 refsistig voru gefin. Dregið var á aðra umferð, minn bekkur, 4.R mætir 4.Z. Ég er ekkert of bjartsýnn á þá keppni því 4.Z teflir fram mönnum á borð við Ragnar Jón og Helga Egils sem eru alls ekki af verri endanum. Lið 4.R er aftur á móti skipað óttalegum nýgræðingum þótt einn liðsmaður hafi keppt í Sólbjarti í fyrra.