fimmtudagur, 27. nóvember 2003

Sacha Baron Cohen

Ótrúlegur snillingur, hann Sacha. Fyrsti þátturinn í nýrri seríu af Ali G var í Sjónvarpinu í kvöld. Besta persónan í þættinum er Borat frá austurlöndum fjær. Mig verkjaði í magann af hlátri þegar ég sá Borat-hornið núna þar sem hann skellti sér í stefnumótaþjónustu í Bandaríkjunum. Ali G er mögnuð persóna, líka nýjasta persónan, þýski hominn, en það toppar engin Borat hinn austurlenska. Sacha er aldeilis að gera góða hluti.

Fyrst ég er að tala um snillinga er ekki úr vegi að nefna það að Hallgrímur Helgason er líka snillingur.