föstudagur, 14. nóvember 2003

Gat farið á ball en fór á bingó

Ég var fram úr hófi sorglegur í gær, gat farið á ball en fór á bingó. Ég er bara að verða eins og versti gamlingi. Ég var búinn að ákveða fyrir löngu að fara á '85-ball MS en nei, nei, ég fékk ekki miða, þeir voru akkúrat nýbúnir þannig að ég fór á bingó í MR í staðinn. Sorglegt. Svo vann ég ekki rassgat. Ég vann hvorki eitt eða neitt en sóaði 300 kalli. Í dag var ég síðan bara ferskur á meðan bekkjarsystur mínar sem fóru á ballið mættu í skólann í tómu tjóni.
***
Nokkrir hlutir fara ósegjanlega í taugarnar á mér þessa dagana, m.a:
-Á hverjum einasta degi er fólk í skólanum að flauta lagið úr Kill Bill og er það vægast sagt orðið þreytandi. Það var flott tónlist í þessari mynd og allt það en í guðanna bænum ekki nauðga þessu flautlagi svona rosalega. Næst þegar ég heyri einhvern flauta þetta fer ég að beita Gestapo aðferðum á viðkomandi eða bara bít hann á barkann. Já, já, maður er nú úr Breiðholtinu, kann öll bolabrögðin. Maður mætir á æfingar niðri á Select í hverri viku og fagmenn kenna manni að slást. Er það ekki? Nei, kannski er ég eitthvað að rugla.
-Það er búið að ofspila lagið Stockholm Syndrome með Muse. Óþolandi þegar góð lög eru ofspiluð og skemmd þannig.
***
Ha ha ha! Ég fékk miða á Muse. Ég og Sepinn mættum blindfullir niður í Skífuna á Laugavegi klukkan að verða ellefu í morgun. Þar mætti okkur skilti sem á stóð "UPPSELT". Þar mætti okkur líka maður sem sagði "uppselt". Við dóum ekki ráðalausir og Jósep reddaði miðum með símtali við systur sína í Smáralind. Þannig að ég fer á Muse sem er mjög gott. Frönskupróf daginn eftir en maður skallar það bara.
...og nei við vorum ekki blindfullir klukkan ellefu í morgun í alvöru. Þetta var plat.
***

Þetta var föstudagsfærslan. Þær verða stundum ansi flippaðar.