mánudagur, 3. nóvember 2003

Hoppandi nef í Freschetta auglýsingu

Eitt hefur lengi valdið mér hugarangri. Hvað á þetta hoppandi nef í sjónvarpsauglýsingunni um Freschetta pizzur að þýða? Í auglýsingunni les einhver karl inn á og segir eitthvað á þessa leið:"...bragðlaukarnir hoppa af kæti því Freschetta pizzur eru ekki forbakaðar, þær lyfta sér í ofninum...." Um leið og karlinn segir "bragðlaukarnir hoppa af kæti" birtist mynd af risastóru nefi hoppandi úti á túni og allt í kring eru blóm og þess háttar. Ég fæ ekki neitt mikið vatn í munninn við að sjá tröllvaxið hoppandi nef. Hvað á maður að halda? Er hor úr stóru nefi á Freschetta pizzum? Á að taka Freschetta pizzur í nefið? Er nef það sama og bragðlaukar?

Ég veit ekki með aðra en ég tengi að minnsta kosti stór nef ekki við girnilegar pizzur.