mánudagur, 10. nóvember 2003

Frí úr vinnunni í viku fyrir fyllerí

Ónefndur maður á ónefndum vinnustað sagði eitt sinn:"Jæja, ég er að hugsa um að taka mér frí í eina viku og vera fullur, ég á inni tvo veikindadaga sko. Það munar ekkert um hina þrjá vikudagana". Síðan var maðurinn fjarverandi í eina viku.

Nú er ég að hugsa um að taka þennan mann mér til fyrirmyndar og fara eftir lífsspeki hans. Eftir MR held ég að ég taki mér bara ársfrí og verði fullur. Ég held ég eigi nefnilega alveg góða 300 uppsafnaða veikindaga eftir árin átján, þannig að þetta verður allt á launum er það ekki? Ég held ég kýli bara á þetta.

Gaman að því þegar fólk talar um að "eiga inni" veikindadaga og "nýta" veikindadagana. Ég hélt að veikindadagar væru fyrir fólk ef það yrði veikt en ekki eitthvað sjálfgefið tveggja daga frí á launum í hverjum mánuði. Nei, nei, ekki á Íslandi. "We always do this in Iceland, sko!" getum við síðan sagt við grandalausa útlendinga ef þetta kemur þeim spánskt fyrir sjónir. "You know, we always use our illness days. We get drunk and have party sko, maybe for a week"